Thursday, December 18, 2008

Okurvaxtastefna og spilling í bankakerfinu er ekki okkur að kenna.

(af vef http://vald.org]

Hvað segir það um okkur sem manneskjur og hvers konar félagslegt réttlæti er það að gera þúsundir einstaklinga sem skulda verðtryggð lán eignalausa á einni svipstundu. Og stela þannig afrakstri margra ára vinnu af þessu fólki? Þetta er gert á sama tíma og varla er hróflað við þeim sem rústuðu öllu kerfinu. Fólkið sem á undanförnum árum hefur verið að kaupa allt of dýrt húsnæði – þökk sé m.a. verðtryggingunni sem stórhækkar allt fasteignaverð — og hefur unnið myrkranna á milli, á enga sök á gengisfellingum, okurvaxtastefnu eða spillingu í bankakerfinu. Nú á að leysa efnahagsvandan m.a. með því að leiða þennan hóp í sláturhús.
....
Framtíð Íslands er ekki björt ef yngsta kynslóð húsnæðiskaupenda verður látin taka á sig stærri skell en aðrir. Réttlát reiði eitrar þá út frá sér í samfélaginu og mikill landsflótti liggur í loftinu. Eru stjórnmálamenn landsins virkilega svo kaldrifjaðir að þeir láti þetta gerast eða eru þeir bara steinrunnin nátttröll sem stara út í tómið. Það verður að afnema verðtrygginguna strax.
...
meira sjá http://vald.org

No comments: